4 Skagafjörður

4 Skagafjörður

Menntamál, málefni heilsugæslunnar, ljósleiðaramál, raforkuöryggi, öldrunarmál, Ríkisútvarpið, veggjöld, málefni sauðfjárræktarinnar, samgöngumál, sjávarútvegsmál, innviðamál og málefni erlendra námsmanna á Íslandi voru mál málanna á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins síðdegis sunnudaginn 11. febrúar.

Fundurinn var haldinn í Félagsheimilinu Ljósheimum í Skagafirði. Vel var mætt og sköpuðust góðar og uppbyggjandi umræður um málefni líðandi stundar, jafnt um málefni héraðsins og um landsmálin.

Frá fundi þingflokksins í Skagafirði.
Frá fundi þingflokksins í Skagafirði.
Frá fundi þingflokksins í Skagafirði.

 

DEILA
Fyrri grein3 Skagaströnd
Næsta grein5 Ólafsfjörður