Friðbjörg Matthíasdóttir oddviti D-lista sameinaðs sveitarfélags

Friðbjörg Matthíasdóttir framkvæmdastjóri á Bíldudal er oddvíti D-lista Sjálfstæðisflokksins og óháðra í nýsameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Framboðsfrestur í sveitarstjórnarkosningunum 4. maí nk. rann út á hádegi föstudaginn 29. mars.

Í öðru sæti er Maggý Hjördís Keransdóttir leiðbeinandi á Patreksfirði. Í þriðja sæti er Jóhann Örn Hreiðarsson verkefnastjóri á Tálknafirði. Í fjórða sæti er Freyja Ragnarsdóttir Pedersen náttúru- og umhverfisfræðingur á Bíldudal og Ólafur Byron Kristjánsson vélfræðingur á Patreksfirði skipar fimmta sætið.

Að öðru leyti er listinn þannig skipaður:

  1. Petrína Sigrún Helgadóttir afgreiðslustjóri Patreksfirði
  2. Valdimar Bernódus Ottósson framleiðslu samhæfingarstjóri Bíldudal
  3. Matthías Ágústsson skipstjóri Patreksfirði
  4. Guðmundur Björn Þórsson verkamaður Tálknafirði
  5. Joanna Kosuch afgreiðslustarfsmaður Patreksfirði
  6. Jónína Helga Sigurðardóttir kennari Patreksfirði
  7. Guðlaug Sigurrós Björnsdóttir bókasafnsvörður Tálknafirði
  8. Nanna Áslaug Jónsdóttir bóndi Patreksfirði
  9. Ólafur Steingrímsson sjómaður Patreksfirði