Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokkins og sem slíkur formaður miðstjórnar flokksins.

Bjarni hefur langa reynslu af stjórnmálum. Hann hefur setið á Alþingi fyrir flokkinn frá 2003 fyrir Suðvesturkjördæmi. Bjarni hefur setið í ríkisstjórn síðan 2013, fyrst sem fjármála- og efnahagsráðherra 2013-2017, þá sem forsætisráðherra 2017 og aftur sem fjármála- og efnahagsráðherra frá 2017. Hann hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan 2009.

Bjarni var formaður allsherjarnefndar Alþingis 2003-2007, sat í fjárlaganefnd 2003-2007, iðnaðarnefnd 2003-2004 og 2007, í sérnefnd um stjórnarskrármál 2004-2007 og 2009, heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis 2004-2005, utanríkismálanefnd 2005-2013, þar af formaður 2007-2009, kjörbréfanefnd 2005-2008 og í efnahags- og skattanefnd 2007-2009.

Bjarni sat í stjórn Hugins, félags ungra Sjálfstæðismanna í Garðabæ, 1991–1993, þar af formaður formaður 1993. Hann sat í stjórn Heilsugæslu Garðabæjar 1998–2002. Í skipulagsnefnd Garðabæjar 2002–2010. Varaformaður flugráðs 2003–2007. Formaður knattspyrnudeildar Ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ 2003–2005.

Sjá nánar á vef Alþingis hér.

Netfang: bjarniben@althingi.is