Sigþrúður Ármann

Sigþrúður Ármann, lögfræðingur og framkvæmdastjóri

Sigþrúður Ármann, lögfræðingur og framkvæmdastjóri, óskar eftir stuðningi í 3. sætið

Það skiptir máli að rödd atvinnulífsins heyrist á Alþingi. Öflugt atvinnulíf er grundvöllur velferðar, framþróun og hagsældar fyrir alla. Það er því hagur okkar allra að efla atvinnulífið.

Við þurfum að skapa hvetjandi umhverfi fyrir fólk á öllum aldri. Stór hópur þeirra sem komnir eru á eftirlaun býr yfir mikilli reynslu og þekkingu og hefur bæði vilja og getu til þess að nýta hæfileika sína og þekkingu sjálfum sér og samfélaginu til hagsbóta.

Menntun mín og reynsla úr atvinnulífinu á erindi inn á Alþingi. Ég er lögfræðingur með MBA gráðu. Ég er einn eigenda og stjórnarformaður framleiðslufyrirtækis í Hafnarfirði og sit í fleiri stjórnum. Ég hef verið framkvæmdastjóri öflugs umræðuvettvangs í 15 ár fyrir sterkan hóp kvenna. Ég sit í fjölskylduráði í Garðabæ og hef gert sl. 7 ár. Málefni eldri borgara, málefni fatlaðra, félagsleg mál og barnaverndarmál heyra undir nefndina.

Alþingi á að vera vettvangur fyrir uppbyggilega og málefnalega umræðu þar sem mótuð er skýr framtíðarsýn. Sem alþingismaður vil ég vinna markvisst að því að efla samtalið milli atvinnulífs og stjórnvalda.

Í rúma tvo áratugi hef ég tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins. Ég er formaður Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ. Ég aðhyllist stefnu flokksins um frelsi einstaklingsins, atvinnufrelsi og jafnrétti.