Fátækt hvergi minni í OECD en á Íslandi

Hlutfallsleg fátækt er hvergi minni en hér á landi sé litið til landa Efnahags- og framfarastofnuninnar (OECD). Hlutfallsleg fátækt hér á landi er raunar lang minnst, næst á eftir Tékklandi. En Danmörk og Finnland eru einnig meðal þeirra fjögurra landa þar sem fátækt er hlutfallslega minnst. Þetta kemur fram í frétt í Morgunblaðinu frá 5. nóvember sl.

Stofnunin birti þessi gögn 4. nóvember sl. á degi um útrýmingu fátæktar. Í tölfræði OECD er litið til þess hvert miðgildi tekna er í hverju aðildarríki og svo er horft til hlutfalls þeirra sem eru með undir helmingnum af því í tekjur. Hér er því um hlutfallslega fátækt að ræða – en í raun ekki greining á því hvort fólk búi við skort.

Hér á landi eru einungis 4,9% undir ofangreindu viðmiði en á öllu OECD svæðinu eru 11,1% undir þessu viðmiði. Hlutfallið er hæst á Costra Rica eða 20,5% en næst lægst í Tékklandi eins og áður segir þar sem hlutfallið er 6,1%.

Þetta er í fullu samræmi við úttektir sem gerðar hafa verið á tekjujöfnuði en hann hefur á undanförnum árum verið með mesta móti á Íslandi og aukist á síðustu árum.