Höfnum skattaglöðum stjórnmálamönnum

Kjartan Magnússon frambjóðandi í 4. sæti á framboðlista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður:

Sam­keppn­in um sjón­varps­mín­út­urn­ar er hörð þegar aðeins níu dag­ar eru til alþing­is­kosn­inga. Mál­flutn­ing­ur flestra fram­bjóðenda ein­kenn­ist af miklu hug­mynda­flugi þegar kem­ur að nýj­um rík­is­út­gjöld­um. Skatta­sinn­ar telja að leysa megi hvers manns vanda með aukn­um rík­is­út­gjöld­um og hærri skött­um. Það virðist hins veg­ar oft vera feimn­is­mál hver eigi að greiða reikn­ing­inn.

Slík­ur mál­flutn­ing­ur er ábyrgðarlaus og ekki í neinu sam­ræmi við stöðu rík­is­fjár­mála. Árið 2021 var 144 millj­arða króna halli á rík­is­sjóði. Þá voru fjár­lög yf­ir­stand­andi árs af­greidd með 326 millj­arða króna halla en horf­ur eru á að hann verði eitt­hvað lægri.

Skuld­ir í dag eru skatt­ur á morg­un

Samstaða var um það meðal alþing­is­manna að reka rík­is­sjóð tíma­bundið með mikl­um halla vegna kór­ónukrepp­unn­ar. For­senda slíkr­ar skulda­aukn­ing­ar var sterk staða rík­is­sjóðs eft­ir mikla lækk­un rík­is­skulda í góðær­inu 2014-2018. Hætt­an er þó sú að tíma­bund­inn halla­rekst­ur rík­is­sjóðs verði var­an­leg­ur, einkum ef vinstri­stjórn tek­ur við valdataum­um eft­ir kosn­ing­ar. Við þekkj­um að ýms­ir „tíma­bundn­ir“ skatt­ar hafa orðið var­an­leg­ir.

Í kosn­inga­stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins er áhersla lögð á ábyrga efna­hags­stjórn og skyn­sam­leg rík­is­fjár­mál. Flokk­ur­inn tek­ur ekki þátt í því yf­ir­boði á skatt­fé, sem vinstri­flokk­arn­ir stunda nú í aðdrag­anda kosn­inga. Öll slík yf­ir­boð eru ávís­un á aukna skulda­söfn­un og hækk­un skatta eins og lands­menn þekkja.

Vís­um vand­an­um ekki til kom­andi kyn­slóða

Eitt mik­il­væg­asta verk næstu rík­is­stjórn­ar verður að lækka skuld­ir rík­is­sjóðs. Auka þarf ráðdeild í rík­is­rekstri og örva hag­vöxt og auðvelda rík­inu þannig að greiða niður skuld­ir sín­ar. Við þurf­um að vaxa upp úr vand­an­um með því að auka verðmæta­sköp­un og gera at­vinnu­líf­inu kleift að blómstra. Það væri feigðarfl­an að reka rík­is­sjóð með halla til lang­frama og vísa vand­an­um þannig til kom­andi kyn­slóða.

Oft vant­ar upp á að rík­is­fjár­mál séu rædd með ábyrg­um hætti í kosn­inga­bar­átt­unni. Marg­ir fram­bjóðend­ur tala fjálg­lega og dreymn­ir á svip um mikla hækk­un rík­is­út­gjalda og ný verk­efni upp á hundruð millj­arða króna. Reikn­ing­inn á að senda á rík­is­sjóð, sem þýðir að þjarma á enn frek­ar að skatt­pínd­um al­menn­ingi. Oft vant­ar upp á að stjórn­end­ur umræðuþátta krefji fram­bjóðend­ur um skýr svör við því hvernig eigi að fjár­magna her­leg­heit­in. Verður það gert með hækk­un skatta, nýj­um lán­tök­um, óðaverðbólgu eða jafn­vel þessu öllu? Og hvernig á að eyða halla rík­is­sjóðs, sem er auðvitað ærið verk­efni án þess að nokk­ur ný út­gjöld bæt­ist við?

Íslend­ing­ar axla nú næst­hæstu skatt­byrðina inn­an OECD. Lof­orðaflaum­ur vinst­ris­innaðra fram­bjóðenda þýðir að þeir vilja koma Íslandi í efsta sæti yfir þyngstu skatt­byrðina.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, XD, er hins veg­ar eini flokk­ur­inn, sem legg­ur áherslu á traust­an rekst­ur rík­is­sjóðs og lækk­un skatta.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 16. september 2021.