Gríðarsterk staða í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn bauð fram í 8 af 26 sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Flokkurinn hlaut alls 26 fulltrúa kjörna í þessum sveitarfélögum, en fékk 31 fulltrúa kjörna í kosningunum 2014. Að meðaltali fékk flokkurinn 36,8% atkvæða í þessum sveitarfélögum, nú til samanburðar við 37,9% árið 2014.

Þrátt færir fækkun fulltrúa frá 2014, sem skýrist að miklu leyti á því að í Vesturbyggð var ekkert mótframboð árið 2014, er Sjálfstæðisflokkurinn með lang flesta kjörna fulltrúa í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn á næst flesta fulltrúa, 15 talsins og Samfylking og Vinstri grænir koma þar á eftir með fjóra fulltrúa hvor.

Akranes

  • Flokkurinn fékk 4 fulltrúa af 9 sem er fækkun um 1 fulltrúa frá 2014.

Bolungarvík

  • Flokkurinn hélt hreinum meirihluta, með 4 fulltrúa af 7.

Borgarbyggð

  • Flokkurinn fékk 2 fulltrúa af 9 sem er fækkun um 1 fulltrúa frá 2014.

Grundafjörður

  • Flokkurinn fékk 4 fulltrúa af 7 sem er aukning uppá 1 fulltrúa og hreinn meirihluti.

Ísafjörður

  • Flokkurinn fékk 3 fulltrúa af 9 sem er sami fjöldi og 2014.

Snæfellsbær

  • Flokkurinn hélt hreinum meirihluta, með 4 fulltrúa af 7.

Skagafjörður

  • Flokkurinn fékk 2 fulltrúa af 9 sem er sami fjöldi og 2014

Vesturbyggð

  • Flokkurinn fékk 3 fulltrúa af 7 sem er fækkun uppá 4 fulltrúa frá 2014 en það ár var Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn sem bauð fram í sveitarfélaginu.