Bjarni Benediktsson

  • Sækist eftir 1. sæti í Suðvesturkjördæmi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er fjármála- og efnahagsráðherra í ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem tók við stjórnartaumunum 23. maí 2013. Hann er fæddur í Reykjavík, 26. janúar 1970. Bjarni var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í mars 2009, en hefur setið á þingi frá árinu 2003.
Bjarni var formaður allsherjarnefndar 2003-2007. Hann sat í fjárlaganefnd 2003-2007, iðnaðarnefnd 2003-2004 og 2007, sérnefnd um stjórnarskrármál 2004-2007 og 2009 (fyrri), heilbrigðis- og trygginganefnd 2004-2005, utanríkismálanefnd frá 2005 (form. 2007-2009), kjörbréfanefnd 2005-2009, og efnahags- og skattanefnd 2007-2009.
Jafnframt var hann formaður Íslandsdeildar VES-þingsins 2003-2005, sat í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2005-2009 og í Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2009-2012.
Bjarni er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með LL.M.-gráðu í lögum frá University of Miami School of Law í Bandaríkjunum. Áður en hann tók sæti á þingi starfaði hann sem lögmaður með eigin rekstur á Lex lögmannsstofu.
Bjarni er kvæntur Þóru Margréti Baldvinsdóttur og eiga þau fjögur börn, Margréti, Benedikt, Helgu Þóru og Guðríði Línu