Kjördæmisþing í Norðausturkjördæmi

Samkvæmt ákvörðun kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fer fram röðun á framboðslista framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Röðunin fer fram á sérstökum fundi kjördæmisráðsins þar sem bæði aðal- og varamenn eiga sæti, sbr. 56. gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins. Á fundi sem raðar upp framboðslista skal gengið til kosninga meðal fundarmanna um eins mörg sæti á listanum og ákveðið hefur verið að raða í. Byrjað er á því að kjósa um 1. sætið. Þegar ljóst er hver skipar það sæti er óskað eftir framboðum um 2. sæti. Þar geta þeir sem ekki hlutu kosningu í 1. sætið tekið áfram þátt með framboði sínu til næsta sætis o.s.frv.

Skráning og dagskrá kjördæmisþingsins

Frambjóðendur í Norðausturkjördæmi

Arnbjörg Sveinsdóttir

Ég er fædd 18.febrúar 1956. Foreldrar mínir voru Sveinn Guðmundsson frá Mýrarlóni við Akureyri og Guðrún Björnsdóttir frá Seyðisfirði. Ég er alin upp á Seyðisfirði ásamt þremur systkinum mínu.Faðir minn rak þar Söltunarstöðina Ströndina, síðar...

Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ég er á mínu 30. aldursári og er búsettur á Akureyri ásamt Ingibjörgu unnustu minni, níu ára stjúpsyni mínum Birni Halldóri og fjögra ára dóttir minni Árnýju Helgu. Fæddur er ég þó í Reykjavík...

Elvar Jónsson

Ég er 26 ára gamall og fæddur og uppalinn á Akureyri. Ég er í sambúð með Karítas Ólafsdóttur, tölvunarfræðingi, sem starfar hjá Meniga. Ég fluttist til Reykjavíkur fyrir fimm árum til að stunda nám við lagadeild Háskóla Íslands...

Ingibjörg Jóhannsdóttir

Ég heiti Ingibjörg Jóhannsdóttir, er 58 ára gömul og fæddist í Hafnarnesi, Fáskrúðsfjarðarhreppi. Foreldrar mínir eru þeir Jóhann Jónsson sjómaður og bóndi og hún Kristín Þórarinsdóttir fiskverkunarkona og húsmóðir. Faðir minn dó langt um aldur fram...

Ketill Sigurður Jóelsson

Ég er 30 ára gamall. Ég er fæddur og uppalinn á Finnastöðum Eyjafjarðarsveit en bý núna á Akureyri. Ég á fjögur börn þar af tvö stjúpbörn. Þau eru Gylfi Rúnar 13 ára, Breki Snær 8...

Kristján Þ. Júlíusson

Ég er fæddur á Dalvík 15. júlí 1957. Foreldrar mínir eru þau Júlíus Kristjánsson og Ragnheiður Sigvaldadóttir. Ég er kvæntur Guðbjörgu Baldvinsdóttur Ringsted myndlistarmanni Við eigum börnin Maríu, Júlíus, Gunnar og Þorstein og einn sonarson, Krisján...

Melkorka Ýrr Yrsudóttir

Melkorka Ýrr Yrsudóttir heiti ég og er 18 ára gömul og er uppalin á Akureyri. Ég býð mig fram í 4 - 6. sæti í í Norðausturkjördæmi. Ég stunda nám við Menntaskólann á Akureyri, með sögu...

Njáll Trausti Friðbertsson

Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri, bæjarfulltrúi á Akureyri og annar formanna Hjartans í Vatnsmýrinni, gefur kost á sér í 2. sæti í röðun kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í NA- kjördæmi sem fram fer þann 3. september nk. Njáll er fæddur...

Valdimar O. Hermannsson

Valdimar O. Hermannsson er 56 ára og hefur búið og starfað í Fjarðabyggð, á Austurlandi frá 2004, er í staðfestri sambúð með Vilborgu Elvu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og börnum hennar 15 og 17 ára sem eru í...

Valgerður Gunnarsdóttir

Ég er fædd á Dalvík 17. júlí 1955. Elst fimm systkina og alin upp við að taka ábyrgð. Síðan 2013 hef ég verið alþingismaður fyrir Norðausturkjördæmi. Frá 1999-2013 var ég skólameistari við Framhaldsskólann á Laugum, sem...