Utanríkismál

  • Frjáls viðskipti á alþjóðavettvangi
  • Ísland standi utan ESB
  • Tengsl við Bretland eftir Brexit tryggð
  • Fríverslunarsamnings við Bandaríkin leitað
  • Utanríkisstefnan grundvölluð á norrænu samtarfi, EFTA- EES og NATO
  • Hagsmuna Íslands á norðurslóðum gætt

Ísland á að beita sér fyrir frjálsum viðskiptum á alþjóðavettvangi. Sjálfstæðisflokkurinn vill kappkosta að treysta tengslin við Bretland þar sem úrsögn þess úr Evrópusambandinu er í undirbúningi. Eins er brýnt að leitað verði eftir fríverslunarsamningi við Bandaríkin og víðar um heim.

Sjálfstæðisflokkurinn áréttar að hagmunir Íslands eru best tryggðir utan Evrópusambandsins. Aðildarviðræður má ekki hefja að nýju nema þjóðin verði fyrst spurð í beinni atkvæðagreiðslu hvort hún óski eftir aðild að ESB.

Forsendur bættra kjara íbúa fátækustu ríkja heims eru aukin utanríkisviðskipti og virðing fyrir umhverfismálum. Íslendingar eiga ekki að taka þátt í að reisa viðskiptamúra gegn þeim.

Evrópa er helsta markaðssvæði Íslands og mikilvægt að tryggja áfram opinn aðgang að innri markaði Evrópusambandsins á grundvelli EES.

Í utanríkismálum verður samstarf við granna og bandamenn áfram grundvöllur þátttöku Íslands í alþjóðasamfélaginu. Þar ber hæst samstarf Norðurlandaa, varnarssamstarfið í NATO og tengslin við Evrópu um EFTA og EES-samninginn.

Öryggi landsins er best tryggt með aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningi við Bandaríkin.

Skipting hafsvæða og nýting auðlinda á norðurskautssvæðinu þarf að vera í samræmi við hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og Norðurskautsráðið er réttur samráðsvettvangur fyrir sameiginleg mál norðurslóða.