Guðlaugur Þór Þórðarson

RS_03_GudlaugurThorThordarson
Guðlaugur Þór Þórðarson

F. í Reykjavík 19. des. 1967. For.: Þórður Sigurðsson (f. 16. okt. 1936) fyrrverandi yfirlögregluþjónn og Sonja Guðlaugsdóttir (f. 12. júní 1936) sem rekur bókhaldsskrifstofu. M. (12. maí 2001) Ágústa Johnson (f. 2. des. 1963) framkvæmdastjóri. For.: Rafn Johnson og Hildigunnur Johnson. Börn: Þórður Ársæll Johnson (2002), Sonja Dís Johnson (2002). Börn Ágústu af fyrra hjónabandi: Anna Ýr Johnson Hrafnsdóttir (1991), Rafn Franklín Johnson Hrafnsson (1994).

Stúdentspróf MA 1987. BA-próf í stjórnmálafræði HÍ 1996.

Umboðsmaður Brunabótafélags Íslands 1988-1989. Sölumaður hjá Vátryggingafélagi Íslands 1989-1993. Kynningarstjóri hjá Fjárvangi 1996-1997. Framkvæmdastjóri Fíns miðils 1997-1998. Forstöðumaður hjá Fjárvangi/Frjálsa fjárfestingarbankanum 1998-2001. Forstöðumaður hjá tryggingadeild Búnaðarbanka Íslands 2001-2003. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 24. maí 2007 og heilbrigðisráðherra í ársbyrjun 2008 til 1. febr. 2009.

Í skipulagsnefnd Borgarness og formaður umhverfisnefndar Borgarness 1990-1994. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1987-1997, ritari 1987-1989, varaformaður 1989-1993, formaður 1993-1997. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1991-1997 og framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins 1993-1997. Í stjórn DEMYC, Evrópusamtaka ungra hægri manna og kristilegra demókrata, 1997-2001. Í borgarstjórn Reykjavíkur 1998-2006. Í leikskólaráði Reykjavíkur 1998-2006. Í stjórn knattspyrnudeildar Vals 1998-1999. Í hafnarstjórn Reykjavíkur 1998-2000. Varaformaður IYDU, International Young Democrat Union, 1998-2002. Í umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur 1998-2002. Í fræðsluráði Reykjavíkur 2000-2002. Í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 2002-2006. Í skipulagsnefnd Reykjavíkur 2002-2006. Í hverfisráði Grafarvogs síðan 2002. Í stjórn skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar 2003-2006. Í stjórn Vímulausrar æsku 2002-2007. Í stjórn Neytendasamtakanna 2002-2004. Formaður Fjölnis 2003-2007.

Alþm. Reykv. n. 2003-2009, alþm. Reykv. s. síðan 2009 (Sjálfstæðisflokkur). Vþm. Vesturl. febr.-mars 1997, maí-júní og okt.-nóv. 1998 (Sjálfstæðisflokkur). Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2007-2008, heilbrigðisráðherra 2008-2009. Félagsmálanefnd 2003-2006, sjávarútvegsnefnd 2003-2007, umhverfisnefnd 2003-2007 (form. 2004-2007), heilbrigðisnefnd 2009-2011, viðskiptanefnd 2009-2011, efnahags- og viðskiptanefnd 2011-2013, fjárlaganefnd 2013-, utanríkismálanefnd 2013-. Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2003-2007 (form.), Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2013- (form.).