Útlendingamál

Allt verklag við meðferð útlendingamála hefur verið endurskoðað að undanförnu, sem hefur m.a. leitt til þess að allar umsóknir eru nú afgreiddar á 90 dögum, en áður gat ferlið tekið meira en ár. Þá hefur sérstakt ferli vegna forgangsmála verið tekið í gagnið, en þau eru nú afgreidd á allt að fjórum dögum hjá Útlendingastofnun.