Skattalækkanir

Við höfum lækkað skattahlutfall í neðri tveimur þrepum tekjuskattsins, en milliþrepið fellur niður um áramótin. Vegna uppgangs í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar hafa skatttekjur aukist verulega á kjörtímabilinu, sem m.a. hafa gert okkur kleift að vinda ofan af ríkisfjármálavandanum, sem beið okkar, greiða niður skuldir og fjárfesta í heilbrigðiskerfinu. En við höfum líka látið almenning njóta þess beint með lægri sköttum og munum ganga lengra í þeim efnum á komandi kjörtímabili.