Eðlileg krafa að öll börn geti lesið sér til gagns

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins.

Það er óásættanlegt að 30% drengja geti ekki lesið sér til gagns. Vandinn er aðallega drengja, því má segja að þetta sé strákavandi, aðallega en ekki einvörðungu. Þetta kom fram í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns, við sérstaka umræðu um lestrarvanda á Alþingi 26. febrúar.

Í máli Áslaugar kom fram að það væri eðlileg krafa að öll börn geti lesið sér til gagns í lok grunnskólagöngu sinnar. Læsi er grundvallarfærni og forsenda þess að einstaklingar eigi möguleika á virkri þátttöku í lýðræðissamfélagi. Næsta kynslóð verði að vera undir það búin að geta fylgt eftir hraðri þróun starfa. Stór hluti þeirra starfa sem þekkjast í dag verða horfin innan nokkurra ára og því er mikilvægt að leggja aukna áherslu á grunnfögin. Aukin krafa verður um nýja kunnáttu sem ekki verður lærð án þess að geta lesið sér til gagns.

Þjóðarsáttmáli um læsi var gríðarlega mikilvægt skref sem þáv. ráðherra Illugi Gunnarssyni kom á mun skila okkur enn betra menntakerfi til framtíðar, því menntakerfi sem skilar ekki fólki sem getur lesið sér til gagns er ekki eitthvað sem við ætlum að sætta okkur við.

Alla umræðuna má finna hér.