Viðtalstímar

Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á viðtalstíma hjá kjörnum fulltrúum flokksins. Hver viðtalstími er að hámarki 15 mínútur að lengd. Bóka þarf viðtalstíma fyrirfram með því að senda tölvupóst á netfangið skuli@xd.is eða með því að hafa samband við Sjálfstæðisflokkinn í síma 515-1700. Viðtalstímarnir fara fram í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Jafnframt er hægt að óska eftir því að eiga viðtal í gegnum síma.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, býður upp á viðtalstíma alla mánudaga milli kl. 10:00 og 11:00 frá og með 29. október 2018.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra býður upp á viðtalstíma fimmtudaginn 15. nóvember, á milli kl. 12:00 og 13:00.  Guðlaugur Þór verður með viðtalstíma mánaðarlega og verða þeir auglýstir á heimasíðu flokksins.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verður með viðtalstíma mánaðarlega (annan fimmtudag hvers mánaðar) og verða þeir auglýstir á heimasíðu flokksins.

Viðtalstímar þingmanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fara fram á föstudögum milli kl. 12:00 og 13:00. Hér má sjá hverjir eru til viðtals á hvaða degi:

  • Föstudaginn 16. nóvember frá 12:00-13:00: Páll Magnússon, þingmaður og Alexander Witold Bogdanski, varaborgarfulltrúi
  • Föstudaginn 22. nóvember frá 12:00-13:00: Jón Gunnarsson, þingmaður og Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi

Breytingar geta orðið á dagskránni með stuttum fyrirvara. Í slíkum tilvikum verða þeir sem eiga bókaðan tíma látnir vita.