Utanríkisráðherra gestur bæjarmálafundar á Akranesi

📅 10. nóvember 2018 0:00

'}}

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akranesi verður haldinn laugardaginn 10. nóvember 2018 kl. 10:30 að  Kirkjubraut 8.

Dagskrá:

  • Bæjarfulltrúar fara yfir dagskrá bæjarstjórnarfundar 13.11 .2018
  • Af stóra sviðinu – Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson hefur átt sæti sem aðalmaður á Alþingi frá 2003 og sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn allt frá árinu 1987. Guðlaugur hefur verið utanríkisráðherra frá 2017. Hann sat í leikskólaráði Reykjavíkur 1998 – 2006.

Guðlaugur Þór mun fara yfir það sem efst er á baugi á svið stjórnmálanna og ræða þau mál sem helst brenna á honum.

Aðilar sem sitja í nefndum, ráðum og stjórnum hjá Akraneskaupstað á vegum Sjálfstæðisflokksins eru sérstaklega hvattir til að mæta.

F.h. stjórnar fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi.

Pétur Ottesen