Stofnfundur nýs fulltrúaráðs

📅 29. nóvember 2019 0:00

'}}

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eystri, Seyðisfirði og Djúpavogshreppi boðar til fundar föstudaginn 29. nóvember n.k. kl. 18:45 á Hótel Héraði, Egilsstöðum, fundarsalur á neðri hæð.

Dagskrá:

  1. Ákvörðun um að sameina núverandi fulltrúaráð.
  2. Ný lög sameinaðs fulltrúaráðs borin upp til samþykktar.
  3. Stjórnarkjör.
  4. Önnur mál.

Allir fulltrúaráðsmenn hvattir til að mæta og taka þátt í þessum merka viðburði í starfi okkar. Í tilefni af þessum tímamótum mun forysta flokksins og miðstjórn mæta á svæðið og samfagna með okkur.

Formenn fulltrúaráðanna.