Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er gestur laugardagsfundar Varðar laugardaginn 15. apríl 2023 kl. 10:30 í Valhöll, Háaleitisbraut
Á fundinum verður til umræðu fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar sem verið hefur í deiglunni undanfarin misseri, en sem kunnugt er hefur fjárhagsstaða borgarinnar verið í ólagi um árabil. Þá er Reykjavík í hópi þeirra sveitarfélaga sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi athugasemdir í febrúar sl. vegna fjárhagsstöðu. Heitt á könnunni! Félag sjálfstæðismanna í Árbæ, Selási, Ártúns- og Norðlingaholti Laugardagsfundir Varðar eru öllum opnir og eru haldnir á vegum Varðar og sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Að þessu sinni skipuleggur Félag sjálfstæðismanna í Árbæ, Selási, Ártúns- og Norðlingaholti fundinn. |