Páll Magnússon gestur á fundi FES

Félag eldri sjálfstæðismanna á Suðurnesjum (FES) heldur hádegisfund á veitingahúsinu Kaffi Duus, Duusgötu 10 í Reykjanesbæ þriðjudaginn 13. nóvember 2018 kl. 12:00.

Gestur fundarins verður Páll Magnússon 1. þingmaður Suðurkjördæmis og oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu.

Húsið opnar kl. 11:40 og boðið verður upp á súpu og kaffi á kr. 1.400.

Stjórnin