Dagana 31. ágúst og 1. september standa málefnanefndir flokksins fyrir opnum fundum í Valhöll þar sem flokksmönnum gefst tækifæri til að móta stefnu flokksins í einstaka málaflokkum í aðdraganda landsfundar.
Fundirnir eru liður í undirbúningi landsfundar sem fram fer dagana 4.-6. nóvember næstkomandi.
Fimmtudagurinn 1. september kl. 17:00
- Allsherjar- og menntamálanefnd
- Fjárlaganefnd
- Umhverfis- og samgöngunefnd
- Efnahags- og viðskiptanefnd
Þeir flokksmenn sem ekki hafa tök á því að sækja fundina í Valhöll munu geta tekið þátt með aðstoð fjarfundabúnaðar. Hlekkir fyrir fjarfundi verða birtir á heimasíðu flokksins.
Frekari upplýsingar um fundina og málaflokka nefnda má finna hér.
Flokksmenn eru eindregið hvattir til að mæta og taka þátt í mótun stefnu flokksins.