Málfundur um þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins

📅 30. ágúst 2018 0:00

'}}

Fimmtudaginn 30. ágúst kl. 17:30 verða hverfafélög Sjálfstæðisflokksins með opna málstofu í Valhöll um væntanlega innleiðingu þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins inn í EES samninginn.

Dagskrá:
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri

  • Innleiðing Þriðja orkupakka Evrópusambandsins gagnvart fullveldi
    Íslands.

Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögum við Háskóla Íslands

  • Lagalegir annmarkar á innleiðingu Þriðja orkupakka
    Evrópusambandsins gagnvart stjórnarskrá.

Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur

  • Áhrif Þriðja orkupakka Evrópusambandsins á gerð íslenska
    raforkumarkaðarins.

Elías Elíasson, sérfræðingur í orkumálum

  • Markaðsstýring raforkugeirans.

Umræður