Laugardagsfundur Varðar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, er gestur laugardagsfundar Varðar laugardaginn 22. apríl 2023 kl. 10:30.
Á fundinum verður til umræðu skýrsla um nýtingu vindorku sem ráðherrann kynnti í vikunni, en þriggja manna starfshópur sem fékk það hlutverk að gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku skilaði skýrslunni til ráðherra á dögunum.
Fundurinn er sá fyrsti í fundarherferð Guðlaugs Þórs um landið þar sem hann kynnir efni skýrslunnar og á fundinum gefst fólki færi á að spyrja út í efni skýrslunnar og framtíð vindorku á Íslandi.
Heitt á könnunni!
Sjálfstæðisfélag Kjalnesinga
Laugardagsfundir Varðar eru öllum opnir og eru haldnir á vegum Varðar og sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Að þessu sinni skipuleggur Sjálfstæðisfélag Kjalnesinga fundinn.