Laugardagsfundur í Hveragerði

📅 10. október 2020 0:00

'}}
Kæru vinir,
Þegar hefð hefur myndast um laugardagskaffi þá er erfitt að geta ekki komið saman, en við hlýðum þríeykinu.
Við höfum fundið fyrir því að það er mikið verið að spyrja um kaffið og hvenar við byrjum, þess vegna ætlum við að prófa að hafa fund á netinu næsta laugardag 10/10 á milli 10:30 - 11:30. Hlekkurinn hér fyrir neðan er aðgangur að honum.
Frú Aldísi Hafsteinsdóttir bæjarstjóri mun vera með upplýsingar um málefni bæjarins og taka nokkrar spurningar ef ykkur liggur eitthvað á hjarta. Aðrir bæjarfulltrúa sem og stjórn munu einnig vera á fundinum.
Ingibjörg Zoëga sér um kaffið... að þessu sinni en bara sem andlegur stuðningur þar sem ekki er boðið uppá heimsendingu en hver veit hvað verður síðar.
Allir hjartanlega velkomnir!
Hlökkum til að sjá ykkur.
Slóð til að taka þátt á fundi : https://bit.ly/3li850U