Sjálfstæðifélögin í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi (Borgarfjörður eystri, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður) bjóða til samsætis í kvöld 29. nóvember 2019 kl. 21 í félagsaðstöðunni á Egilsstöðum, að Miðvangi 5-7.
Léttar veitingar í boði.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður flokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og varaformaður flokksins, Jón Gunnarsson alþingismaður og ritari flokksins, Birgir Ármannsson þingflokksformaður flokksins og fleiri góðir gestir mæta.
Allir velkomnir.