Jólakósý í Sjálfstæðishúsinu – kakó & vöfflur
Laugardaginn 23. nóvember kl. 15-17 bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin í jólakakó og vöfflur í Sjálfstæðishúsinu, Norðurbakka 1.
Rósa bæjarstjóri mun glæða stemninguna með sínu fræga chillíkakói – eitthvað sem enginn má láta fram hjá sér fara!
Jólabærinn iðar af lífi, svo þetta er hin fullkomna viðbót við skemmtilegan dag. Kíktu á okkur í hlýju og notalegheit þegar þú nýtur jólaljómans í Jólaþorpinu, Hellisgerði og á Hjartasvellinu.
Við hlökkum til að sjá þig – komdu í jólafílinginn með okkur!
Ath.: Börn og jólaskapið sérstaklega velkomin!