Jólafundur Sjálfstæðisfélags Kópavogs verður haldinn laugardaginn 8. desember kl. 10:00, í sal Sjálfstæðisfélags Kópavogs, Hlíðasmára 19.
Fundurinn verður með jólalegum kræsingu og upplestri úr tveim bókum sem komu út nú fyrir jólin, báðar bækurnar fjalla um eðli refsins í manns mynd sem og dýra.
Þórður Snær Júlíusson ritstjóri les úr bók sinni Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur.
Guðrún J. Kristjánsdóttir les úr bók um afa sinn Guðmund refaskyttu.
Allir velkomnir.
Sjálfstæðisfélag Kópavogs