Jólaball Hvatar

Það er komið að litlu jólum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hið árlega fjölskyldu jólaball verður haldið sunnudaginn 8. desember kl. 14:00 til 16:00 í Valhöll.

Dansað verður í kringum jólatréð undir ljúfum tónum Illuga Gunnarssonar. Jólasveinnin mætir á svæðið kl 14:30 með óvæntan glaðning. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og léttar veitingar.

Aðgangseyrir er 500 kr (valkvætt).
Allur ágóði rennur til Mæðrastyrksnefndar.

Gleðjumst saman á aðventunni.

Allir velkomnir.
Stjórn Hvatar, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík