Jólaball Hvatar

📅 11. desember 2022 0:00

'}}

Hið árlega jólaball Hvatar verður haldið sunnudaginn 11. desember á milli kl. 14:00 til 16:00 í bókastofunni í Valhöll.

Dansað verður í kringum jólatréð undir ljúfum tónum Illuga Gunnarssonar. Jólasveinninn mætir á svæðið kl. 14:30 með glaðning fyrir börnin. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Aðgangseyrir er valfrjáls en allur ágóði rennur til Mæðrastyrksnefndar. Við vekjum athygli á því að hægt er að styrkja þótt ekki sé mætt á viðburðinn.

Takið daginn frá og gleðjumst saman á aðventunni.

Verið öll hjartanlega velkomin,
Stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík