Stjórn Samtaka eldri sjálfstæðismanna hefur ákveðið að efna til haustferðar miðvikudaginn 4. september n.k.
Farið verður frá Valhöll kl. 10:00 en þaðan verður ekið að Stykkishólmi og um Snæfellsnesið. Fararstjóri verður Sturla Böðvarsson fyrrum forseti Alþingis og ráðherra.
Fargjaldið er 3.500 kr. á mann og er best að leggja það inn á reikning 0101-26-015701, kt. 570269-1439.
Vinsamlegast tilkynnið um þáttöku í síma 515-1700, ekki síðar en mánudaginn 2. september kl. 15:00. Athugið að sætafjöldi takmarkast við stærð rútunnar og því gildir að fyrstur pantar og greiðir – fyrstur fær.
Fyrir hönd stjórnar Samtaka eldri sjálfstæðismanna,
Halldór Blöndal, formaður SES.
Dagskrá:
- Kl. 10:00. Ekið frá Valhöll í Borgarnes og gefið færi á að komast á snyrtingu t.d. á N1
- Kl. 11.30. Ekið frá Borgarnesi og stoppað við Félagsheimilið Breiðablik í Eyja og Miklaholtshreppi þar sem St.B. tekur á móti hópnum.
- Kl. 13.00. Komið til Stykkishólms. Hádegisverður- súpa, brauð og kaffi á Foss Hóteli.
- Ekið um í Stykkishólmi.
- Kl. 15.30. Komið til Grundarfjarðar ekið þaðan til Ólafsvíkur og Hellissands þar sem drukkið verður miðdegiskaffi eftir nánari ákvörðun Ásbjarnar Óttarssonar f.v. alþm..
- Ekið fyrir Jökul með stuttri viðkomu á Malarrifi, Dagverðará, Arnarstapa og Búðum.
- Kl. 18.30. Ekið frá Breiðabliki á leið til Reykjavíkur.
- Kl. 21:00. Komið til Reykjavíkur.