Guðlaugur Þór Þórðarson á laugardagsfundi

📅 11. maí 2019 0:00

'}}

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður gestur á laugardagsfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu sem haldinn verður laugardaginn 11. maí nk. í námsverinu í Miðjunni á Hellu (gengið inn að aftan um kjallara. Fundurinn stendur yfir frá 10:30-12:00.

Guðlaugur Þór mun í erindi sínu fjalla um þriðja orkupakkann sem er til meðferðar hjá Alþingi. Mun ráðherrann fara yfir stöðu málsins og gera grein fyrir sínum sjónarmiðum.

Allir velkomnir.