Golfmót LS

Golfmót LS fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi þann 25. ágúst nk.

Skráning á mótið fer fram á golfbox og greiða þarf þátttökugjald til Landssambands sjálfstæðiskvenna til að skráning sé gild. Leikið verður í tveimur flokkum, forgjöf 0-24,9 og forgjöf 25-36.

Forskráning hefst þann 16. ágúst kl 12:00 og skráningu lýkur rétt fyrir miðnætti þann 22. ágúst.

Til þess að skráning sé gild þarf að greiða mótsgjald að upphæð 15.000 kr. inn á reikning Landssambands sjálfstæðiskvenna og tekur skráning mið af greiðsluröð.Ef forföll verða eftir að skráningu lýkur verður 50% mótsgjald endurgreitt.

Reikningsnúmer: 0334-26-002150 kt: 571078-0159.

Innifalið í mótsgjaldi er vallargjald, léttur kvöldverður og rútuferð.

Ef greitt er fyrir fleira en eina þarf að senda post á ls@xd.is með afrit af millifærslukvittuninni og nöfnum þeirra sem greitt var fyrir. Tekið verður við nöfnum á biðlista á ls@xd.is eftir að skráningu er lokið.

Fyrirkomulag
Rútuferð verður frá Valhöll, Háaleitisbraut 1, á fimmtudagsmorgun og er mæting klukkan 10.00. Mótið hefst klukkan 13:00.

Að loknu spili verður komið saman á Hótel Hamri þar sem verðlaunaaafhending fer fram og léttur kvöldverður framreiddur. Sérstakur heiðursgestur kvöldsins er Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs. Rútuferðir verða heim að dagskrá lokinni.