Golfmót Landssambands sjálfstæðiskvenna

Hið árlega golfmót Landssambands sjálfstæðiskvenna fer fram fimmtudaginn 22. ágúst. Spilaðar verða 18 holur á glæsilegum velli golfklúbbs Borgarness, Hamarsvelli líkt og fyrri ár. Að venju verða glæsileg verðlaun fyrir efstu sæti, nándarverðlaun, Sjálfstæðissleggjan á sínum stað og fleira.

Nánari upplýsingar verða veittar og opnað fyrir skráningu strax eftir verslunarmannahelgi en við hvetjum ykkur til að taka daginn frá. Fjöldi kvenna víðs vegar af landinu hefur tekið þátt og dagurinn hefur verið frábær í alla staði.

Ekki missa af þessu!