Gengið á Hellu

Í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins ætlum við sjálfstæðismenn í Rangárvallasýslu að ganga saman sunnudaginn 18. ágúst nk.

Gangan hefst kl. 12:00 austan við Stracta hótel á Hellu. Gengið verður undir leiðsögn Ernu Sigurðardóttur niður að Ægissíðufossi og upp með Ytri-Rangá.

Gangan endar við Villt og alið á Hellu um kl. 13:00 þar sem boðið verður upp á grillaða hamborgara og pylsur.

Allir velkomnir.

Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu