Fundur ráðherra á Ísafirði um veiðigjald og stöðu sjávarútvegs

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðar til fundar á Ísafirði miðvikudaginn 10. október kl. 19:30. Fundurinn fer fram á Hótel Ísafirði.

Á fundinum mun ráðherra ræða  nýtt frumvarp til laga um veiðigjald og stöðu sjávarútvegsins almennt.

Fundurinn er öllum opinn.