Fundur með frambjóðendum í Kópavogi

📅 19. febrúar 2022 0:00

'}}

Frambjóðendur til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi munu kynna sig og áherslur sínar laugardaginn 19. febrúar og einnig þann 26. febrúar.

Næsta laugardag kynnumst við betur átta af sextán frambjóðendum sem hafa ákveðið að gefa kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendurnir átta eru eftirfarandi: Ómar Stefánsson, Rúnar Ívarsson, Karen Elísabet Halldórsdóttir, Andri Steinn Hilmarsson, Sigvaldi Egill Lárusson, Elísabet Sveinsdóttir, Hannes Steindórsson og Hermann Ármannsson.

Verið velkomin í Hlíðasmára 19, kl. 10 laugardaginn 19. febrúar.