Fundur í Hafnafirði. NÚ – menntun á 21. öld

Gísli Rúnar Guðmundsson, skólastjóri og kennari, frá NÚ – framsýn menntun mun vera gestur okkur í næsta laugardagskaffi 2. febrúar kl. 11.

NÚ er grunnskóli fyrir 8.-10. bekk sem hefur verið starfræktur í Hafnarfirði síðustu 3 ár og leggur hann áherslu á íþróttir, hreyfingu, heilsu og vendinám.

Gísli Rúnar mun ræða um hugmyndafræði NÚ, 3. ára reynslu og framtíðarsýn skólans.

Húsið opnar kl. 11 að Norðurbakka 1a.

Allir velkomnir og heitt á könnunni.