Fundur á Röstinni – Gestur fundarins Páll Magnússon alþingismaður

Laugardaginn, 17. nóvember, mun hópur sjálfstæðismanna af suðurnesjum koma saman og funda um sameiginleg málefni svæðisins.  Fundurinn verður á veitingastaðnum Röstinni Garðskaga kl. 11 og gert ráð fyrir að honum verði lokið kl. 12.

Gestur fundarins verður Páll Magnússon fyrsti þingmaður okkar ætlar að ræða samgöngumál af hjartans lyst og við ætlum að fá svör um framtíðina.

Eflaust verður margt annað rætt og eru sjálfstæðismenn hvattir til að mæta og eiga saman spjall.