Fulltrúaráðsfundur í Reykjavík

Vörður – fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík boðar til félagsfundar fimmtudaginn 29. apríl næstkomandi klukkan 17:15 í Valhöll. Athugið samkomutakmarkanir.

Fundinum verður einnig streymt á Zoom. Tengill á fundinn verður sendur á fulltrúaráðsmenn þegar nær dregur fundinum.

Dagskrá fundarins:

Ákvörðun um fyrirkomulag vegna vals á framboðslista fyrir alþingiskosningar 2021. Lögð verður fram tillaga stjórnar Varðar um prófkjör í samræmi við 2. mgr. 1. gr. prófkjörsreglna Sjálfstæðisflokksins og að nýtt verði heimild 1. mgr. 57. gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins til að víkja tímabundið frá ákvæði b-liðar 5. gr. sömu reglna.

Athugið að einungis félagar í fulltrúaráðinu hafa seturétt á fundinum.

Stjórn Varðar, fulltrúaráðsins í Reykjavík.