Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akranesi

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akranesi verður haldinn laugardaginn 20. október 2018 kl. 10:30 að Kirkjubraut 8.

  • Bæjarfulltrúar fara yfir dagskrá bæjarstjórnarfundar 23.10 .2018
  • Gestur fundarins: Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Nú standa fyrir dyrum kjaraviðræður vegna endurnýjunar kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga ASÍ. Vilhjálmur mætir á fundinn, skýrir kröfugerð verkalýðsfélaganna og fer yfir áherslurnar í komandi samningum – sem að líkindum verða fyrirferðmiklir í umræðunni á næstu vikum og mánuðum.

Aðilar sem sitja í nefndum, ráðum og stjórnum hjá Akraneskaupstað á vegum Sjálfstæðisflokksins eru sérstaklega hvattir til að mæta.

F.h. stjórnar fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi.

Pétur Ottesen