Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Kópavogs 2019

📅 5. mars 2019 0:00

'}}

Sjálfstæðisfélag Kópavogs boðar til aðalfundar þann 5. mars 2019 kl. 20:00 í Hlíðasmára 19.

Samkvæmt 9. gr. laga félagsins skal halda aðalfund eigi síðar en í febrúar ár hvert og til hans skal boða með minnst sjö daga fyrirvara.

Dagskrá fundarins:

  • Skýrsla formanns um starf félagsins 2018-2019
  • Ársreikningur Sjálfstæðisfélags Kópavogs 2018 kynntur af gjaldkera félagsins
  • Sjálfstæðisfélag Kópavogs til framtíðar
  • Ákvörðun um félagsgjald fyrir árið 2019
  • Kosning formanns
  • Kosning í stjórn
  • Kosning endurskoðanda
  • Kosning í fulltrúaráð og kjördæmisráð
  • Önnur mál

Þeir félagar í Sjálfstæðisfélagi Kópavogs sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi félagsins og vilja bjóða sig fram til setu í stjórn, sbr. 5. gr. laga félagsins, eru hvattir til að senda tölvupóst á sigurdur.sigurbjornsson@gmail.com en einnig er hægt að tilkynna framboð á sjálfum fundinum.

Fyrir hönd stjórnar,

Sigurður Sigurbjörnsson, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs