Aðalfundur Landssambands sjálfstæðiskvenna

Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna boðar til aðalfundar miðvikudaginn 19. september 2018 klukkan 17:30 í Valhöll.

Dagskrá fundarins:
Skýrsla stjórnar: Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands
Sjálfstæðiskvenna
Reikningar starfstímabilisins lagðir fram til samþykktar
Kosning formanns til tveggja ára
Kosning stjórnar
Skipun laganefndar
Önnur mál

Lögð verður fram tillaga um skipun laganefndar sem hefur það verkefni að skoða núgildandi og eldri lög sambandsins og gera tillögu fyrir næsta aðalfund. Stjórn hvetur félagsmenn til að kynna sér meðfylgjandi lög LS.

Kjörnefnd Landssambands sjálfstæðiskvenna hefur verið skipuð og hún mun fara yfir umsóknir og leggja tillögu fram til samþykktar á fundinum.

Áhugasömum konum sem vilja taka sæti í stjórn landssambandsins er bent á að senda póst á ls@xd.is fyrir lok þriðjudags 11. september 2018.

Kjörgengar eru allar konur sem skráðar eru í aðildarfélög Sjálfstæðisflokksins.

Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna