Aðalfundur kjördæmisráðs Suðurkjördæmis

Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fer fram á Kirkjubæjarklaustri dagana 25. – 26. maí 2019.

Fundurinn verður settur laugardaginn 25. maí kl. 17:00 og áætluð fundarlok eru kl. 14:30 sunnudaginn 26. maí 2019.

Dagskrá:

Laugardagur 25. maí
17:00   Fundarsetning og kosning starfsmanna.

17:05   Hefðbundin aðalfundarstörf skv. röð hér að neðan.

  • Skýrsla stjórnar
  • Ársreikningar
  • Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga
  • Lagabreytingar
  • Ákvörðun árgjalds

17:30   Ávörp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur ritara Sjálfstæðisflokksins og Þórðar Þórarinssonar framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Að loknum umræðum um erindi ritara og framkvæmdastjóra verður gert hlé á fundi til morguns.

19:30   Kokteill í boði kjördæmisráðs á Hótel Laka

Hátíðarkvöldverður til að fagna 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins.

Sunnudagur 26. maí
09:30   Hefðbundin aðalfundarstörf skv. röð hér að ofan (áframhald)

10:15   Ávörp þingmanna

10:35   Umræður þar sem þingmenn kjördæmisins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins sitja fyrir svörum.

11:15   Kosningar

  • Kosning formanns
  • Kosning 13 stjórnarmanna
  • Kosning fulltrúa í flokksráð
  • Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara

11:40  Kosning fulltrúa í miðstjórn
12:00  Léttur hádegisverður. Á meðan ræða fulltrúar um framtíðarskipan kjördæmisráðs á borðum. Hópstjórar á hverju borði haldi utan um meginefnin sem rædd eru á hverju borði.

13:15  Hópstjórar kynna meginniðurstöður af hverju borði. Umræður.

14:00  Önnur mál

14:30  Áætluð fundarslit

Skráning í gistingu og aðrar nánari upplýsingar fást hjá formanni á netfangið sudur@xd.is

Stjórnin