Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi

📅 19. mars 2019 0:00

'}}

Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi verður haldinn þriðjudaginn 19. mars nk. í félagsheimili félagsins Hverafold 1-3 2. hæð kl. 18:00.

Fundargestur verður Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi.

Dagskrá : venjuleg aðalfundarstörf.

Til einföldunar á málefnum gjaldkera/prókúruhafa leggur stjórn félagsins til eftirfarandi lagabreytingar :

Lagt er til að 6. og 7. grein breytist sem hér segir :

Núverandi 6. grein :

  1. grein

Málefni félagsins annast stjórn, félagsfundir og nefndir sem þessir aðilar kjósa sér til aðstoðar.

Greinin verði:

"6. grein Málefni félagsins annast stjórn, framkvæmdastjórn, félagsfundir og nefndir sem þessir aðilar kjósa sér til aðstoðar. „

Núverandi 7. Grein :

  1. grein

Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa 15 aðalmenn að formanni meðtöldum, en hann skal kosinn sérstaklega. Að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Stjórnin velur fulltrúa til setu í stjórn Varðar-Fulltrúaráðs. Á aðalfundi skal jafnframt kjósa 2 skoðunarmenn reikningsskila. Framboð til stjórnar og formanns skulu hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir aðalfund.

Greinin verði :

„7. grein Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa 15 aðalmenn að formanni meðtöldum, en hann skal kosinn sérstaklega. Stjórn skal kjósa sér varaformann, ritara og gjaldkera. Skulu formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og einn stjórnarmaður valinn af stjórn mynda framkvæmdastjórn félagsins. Framkvæmdastjórn félagsins annast daglegan rekstur félagsins og málefni varðandi prókúru og reikninga. " Að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Á aðalfundi félagsins getur stjórnin óskað eftir umboði til að velja fulltrúa til setu í stjórn Varðar-Fulltrúaráðs. Á aðalfundi skal jafnframt kjósa 2 skoðunarmenn reikningsskila. Framboð til stjórnar og formanns skulu hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir aðalfund.“

Lög félagsins er að finna á heimasíðu félagsins :  https://grafarvogurinn.is/

Framboð til stjórnar og formanns skulu berast á netfangið arnigud@outlook.com eða skuli@xd.is tveim sólarhringum fyrir aðalfund.

Kaffiveitingar.

Stjórnin.