Afmælisfögnuður um allt land
25. maí, 2019

Afmælisfögnuður um allt land

Til að fagna afmælinu munu fulltrúaráð landsins standa fyrir margskonar viðburðum þann 25. maí nk. um allt land sem verða auglýstir bæði hér á síðunni og eins í staðarblöðum. Í Valhöll mun sem dæmi vera opið hús frá 11:00-13:00 þar sem gestum verður boðið upp á veitingar og í framhaldinu verður farið í Heiðmörk í reit Heimdallar og plantað 90 trjám. Að því loknu er ætlunin að gera skil ríkum þætti Sjálfstæðisflokksins í gróðurvernd og umhverfismálum.

DEILA