Umræðufundur um húsnæðismál í Garðabæ

Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Garðabæjar verður aðalræðumaður á opnum umræðufundi um húsnæðismálin í Garðabæ þriðjudaginn 22. janúar kl. 18:30-19:30 í húsnæði sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ að Garðatorgi 7.

Á fundinum mun Almar fara yfir þetta brýna viðfangsefni og fjalla um húsnæðisáætlun Garðabæjar sem er í vinnslu, þar sem lagt er mat á þörf mismunandi hópa fyrir húsnæði og hvernig Garðabær hyggst mæta henni.

Boðið verður upp á pizzur og gos.

Allir hvattir til að mæta.

Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ.