Opinn súpufundur í Borgarbyggð

Súpfundir Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð fara af stað aftur eftir sumarleyfi. Athugið nýja staðsetningu fundanna.

Sérstakir gestir fundarins verða Haraldur Benediktsson, þingmaður og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Þeir ætla að ræða um ríkisfjármál og pólitík.

Lilja Björg Ágústsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Borgarbyggð fer yfir sveitarstjórnarmálin og svarar spurningum sem kunna að brenna á fundargestum. Aðrir kjörnir fulltrúar verða einnig á staðnum til skrafs og ráðagerða.

Fundurinn fer fram 5. október kl. 10.30 – 12.30 í fundarsal á Hótel B 59 og mögulegt verður að fá sér súpu og hlaðborð að hætti hússins að fundi loknum.

Viðburðurinn á Facebook