Námskeið: Að koma hugmyndum á framfæri

Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir námsskeiði fyrir flokksmenn um hvernig má koma málefnum okkar betur á framfæri. Námskeiðið fer fram miðvikudaginn 18. september og hefst stundvíslega kl. 19.30 í Valhöll. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta, allir félagsmenn eru velkomnir.

Viltu læra að skrifa greinagóðan texta, vinna myndir og gögn eða vita hvernig þú notar Twitter og Instagram á sem áhrifaríkastan máta? Við höfum fengið frábært fólk til liðs við okkur til að hressa upp á kunnáttu okkar og færa okkur gagnleg tól og upplýsingar svo við getum komið málefnum okkar betur á framfæri.

Tryggvi Másson, sérfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins, kennir okkur að vinna með myndir og gögn til að nýta á samfélagsmiðlum og öðrum miðlum.

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi færir okkur í allan sannleik um heim Twitters. Hvað er hægt að segja með 240 slögum?

Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfni hjá Samtökum atvinnulífsins, fer yfir greinaskrif, hvernig kemur þú hugmyndum þínum í orð.

Arnhildur Anna Árnadóttir, kraftlyftingakona og félagsfræðingur, lyftir Instagram í nýjar hæðir. Hún ætlar m.a. að segja okkur hvernig má fjölga fylgjendum og hvaða tól má nýta sér til að gera pósta fjölbreytilegri.