44. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Laugardalshöll 4. – 6. nóvember. 

Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum flokksins og þar er stefna hans mótuð. Hann er stærsta stjórnmálasamkoma á Íslandi og störf hans hafa mikil áhrif, bæði inn í stjórnmálin en einnig út á við til þjóðarinnar. 

Seturétt á landsfund eiga flokksráðsfulltrúar flokksins auk þess sem félög og fulltrúaráð kjósa fulltrúa til setu á fundinum. 

  •      Til þess að sjá hvort þú sért í flokksráði (og þar með sjálfkjörin) ferðu á mínar síður – Flokkurinn – Núverandi trúnaðarstörf – Flokksráð og/eða Sjálfkjörin/n á landsfund

  •      Fulltrúar sem kosnir hafa verið á landsfund geta frá og með 20. október séð það á mínum síðum – Flokkurinn – Núverandi trúnaðarstörf – Kjörin/n á landsfund.

 

Ályktanir Landsfundar

Hér má finna ályktanir málefnanefnda.

Stjórnmálaályktun

Hér má finna stjórnmálaályktun 44. landsfundar Sjálfstæðisflokksins.

Skipulagsreglur

Landsfundur einn hefur vald til þess að breyta samþykktum Sjálfstæðisflokksins en þó getur landsfundur veitt miðstjórn eða flokksráði leyfi til bráðabirgðabreytinga milli landsfunda. Tillögur að breytingum á samþykktum Sjálfstæðisflokksins skulu hafa borist miðstjórn a.m.k. mánuði fyrir boðaðan landsfund.

Öllum tillögum að breytingum á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins skal skila skriflega til miðstjórnar hér. 

Hér að neðan má nálgast þær tillögur að breytingum sem liggja fyrir landsfundi flokksins árið 2022: