Hér að neðan má finna verklagsreglur um noktun samfélagsmiðla í tengslum við almennar kosningar. Verklagsreglurnar eru samdar í samvinnu Persónuverndar og stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á þingi.
Reglurnar byggja á niðurstöðum Persónuverndar í áliti stofnunanarinnar ,,á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis – Leiðbeiningar og tillögur” frá 5. mars 2020 og lesa má hér
Álitið á rætur sínar að rekja til frumkvæðisathugunar stofnunarinnar sem náði til allra auglýsinga allra stjórnmálaflokka og allra undirfélaga þeirra á fjögurra ára tímabili.
Í álitinu voru settar fram athugasemdir og leiðbeiningar af hálfu Persónuverndar. Neðangreindar reglur eru samdar í sameiningu Persónuverndar og stjórnmálaflokka og byggja á grundvelli fyrrgreinds álits.
Verklagsreglur um notkun samfélagsmiðla í tengslum við almennar kosningar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett sér vinnureglur sem byggja á þeirri leiðsögn sem sameiginlegar verklagsreglur stjórnmálasamtakanna geyma. Í þeim má m.a. finna upplýsingar um það með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn nýtir sér þá þjónustu sem samfélagsmiðlar bjóða upp á.