Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis

Spurt og svarað varðandi kjósendur með lögheimili erlendis

Hvar get ég kosið?

  • Kjósendur með lögheimili erlendis geta kosið í sendiráðum og hjá ræðismönnum erlendis. Sjá upplýsingar á vef utanríkisráðuneytisins.
  • Kjósendur sem staddir á Íslandi á tímabilinu 13. ágúst – 25. september geta einnig kosið hjá sýslumönnum og á utankjörfundarkjörstöðum.
  • Kjósendur er minntir á að hafa skilríki með sér á kjörstað.

Hvert sendi ég atkvæðið mitt?

  • Huga þarf tímanlega að póstsendingum atkvæða. Frá öðrum heimsálfum en Evrópu er ráðlegra að greiða fyrir hraðpóst.
  • Öllum kjósendur er velkomið að senda atkvæðið sitt beint á Sjálfstæðisflokkinn, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík. Við flettum öllum kjósendum upp á kjörskrá og komum sendiumslögunum með kjörseðli og fylgigagni í rétt kjördæmi.
  • Að öðrum kosti ber kjósandi ábyrgð á því að koma atkvæði sínu til skila til kjörstjórnar eða í einhverja kjördeild í kjördæmi kjósanda fyrir lokun á kjördag.

Hvernig veit ég hvort ég sé á kjörskrá og hvert lendir atkvæði mitt?

  • Kjörskrá er alla jafna ekki birt fyrr en 3-5 vikum fyrir kosningar. Sjá upplýsingar á vef Þjóðskrár.
  • Hægt er senda fyrirspurn um kjördæmi kjósenda á Þjóðskrá á skra@skra.is með afriti af persónuskilríkjum.
  • Atkvæði kjósenda með erlent lögheimili, sem búið hafa skemur en 8 ár erlendis, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag, lendir í því kjördæmi sem kjósandi var síðast með lögheimili skráð á Íslandi.
  • Atkvæði kjósenda með erlent lögheimili, sem hafa kært sig inn á kjörskrá, lendir í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, eftir fæðingardegi kjósanda. Í Reykjavík suður lenda atkvæði þeirra sem fæddir eru fyrri part mánaðar og í Reykjavík norður þeirra sem fæddir eru seinni part mánaðar. Landskjörstjórn ákveður hvar mörkin skuli vera í mánuði, sjá hér.

Þarf ég að kæra mig inn á kjörskrá?

  • Ef kjósandi var síðast með lögheimili á Íslandi fyrir innan við 8 árum, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag, er hann enn á kjörskrá.
  • Ef átta ár eða fleiri eru frá því að kjósandi flutti lögheimili frá Íslandi, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag, þarf viðkomandi að kæra sig inn á kjörskrá.
  • Ef kjósandi hefur aldrei átt lögheimili á Íslandi getur hann ekki kært sig inn á kjörskrá.
  • Ef kjósandi hefur átt heima í fleiri en 8 ár samfellt erlendis og kærði sig inn á kjörskrá fyrir þingkosningar 2017 eða síðar, þarf hann ekki að kæra sig nú í ár þar sem undanþágan frá síðustu þingkosningum gildir í fjögur ár, fram til 1. desember 2021.

Hvar og hvernig kæri ég mig inn á kjörskrá?

  • Frestur til kæru rann út í desember á síðasta ári og því er nú orðið of seint að kæra sig inn á kjörskrá. Ný kosningalög sem taka gildi eftir þessar kosningar veita rýmri heimild svo ekki þarf að kæra sig á kjörskrá fyrr en 16 ár eru liðin frá búsetu á Ísland í stað 8 ára nú.

Hvernig fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram?

  • Kjósandi þarf alltaf að  gera grein fyrir sér með löggiltum persónuskilríkjum; vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini, til þess að fá kjörgögn afhent.
  • Kjörgögn eru; kjörseðil, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag.
  • Kjörseðil er alveg auður. Á hann skrifar eða stimplar kjósandi D
  • Kjörseðillinn fer í kjörseðilsumslagið og skal það límt aftur og ekkert er skrifað á það.
  • Því næst fyllir kjósandi út fylgibréfið og undirritar það í viðurvist kjörstjóra sem vottar atkvæðagreiðsluna.
  • Kjörseðilsumslagið og fylgibréfið fara saman í sendiumslag sem fylgir kjörgögnum. Á framhlið þess skal rita heimilisfang sýslumanns eða kjörstjórnar sem viðkomandi telur sig vera á kjörskrá hjá. Á bakhlið skal alltaf rita nafn, kennitölu og lögheimili kjósanda líkt og fram kemur á umslagi.
  • Ef atkvæðagreiðslan fer fram í kjördæmi kjósanda, býðst að skilja atkvæðið eftir í kjörkassa.
  • Ef kjósandi greiðir atkvæði í öðru umdæmi eða erlendis, annast hann sjálfur sendingu atkvæðis síns til sýslumanns eða kjörstjórnar sem hann telur sig vera á kjörskrá hjá eða til Sjálfstæðisflokksins – utankjörfundarskrifstofu , Háaleitisbraut 1, 105 RVK og kosningaskrifstofa okkar um land allt. Við komum atkvæðum til skila í rétt kjördæmi fyrir lokun kjörstaða á kjördag.
  • Samkvæmt lögum er kjörstjóra skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst á kostnað kjósanda en við ráðleggjum fólki að koma atkvæði sínu sjálft til skila með hraðpósti.
  • Atkvæðisbréfið þarf að hafa borist kjörstjórn eða í einhverja kjördeild í kjördæmi kjósanda fyrir lokun kjörstaða á kjördag.